Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 14. febrúar 2016 05:55
Arnar Geir Halldórsson
Ísland í dag - Lengjubikarinn á fullu
Huginsmenn mæta bikarmeisturum Vals
Huginsmenn mæta bikarmeisturum Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonar
Undirbúningstímabilið hér á landi er komið á fullt og um helgina byrjaði Lengjubikarinn að rúlla.

Í dag fara sjö leikir fram í karlaflokki. Þrír þeirra verða leiknir í Egilshöll þar sem Valsmenn mæta Huginn frá Seyðisfirði, KR-ingar taka á móti Haukum og klukkan 20:15 eigast Fram og Stjarnan við.

Í Boganum á Akureyri verður boðið upp á tvíhöfða þar sem Akureyrarliðin Þór og KA etja kappi við austanmenn.

Leikir dagsins

Lengjubikar karla - A deild Riðill 1
14:00 Keflavík-ÍBV (Reykjaneshöllin)
14:45 Valur-Huginn (Egilshöll)
20:15 Fram-Stjarnan (Egilshöll)

Lengjubikar karla - A deild Riðill 2
16:00 KA-Fjarðabyggð (Boginn)

Lengjubikar karla - A deild Riðill 3
16:00 ÍA-Grindavík (Akraneshöllin)
18:15 KR-Haukar (Egilshöll)

Lengjubikar karla - A deild Riðill 4
18:00 Þór-Leiknir F. (Boginn)
Athugasemdir
banner
banner
banner