sun 14. febrúar 2016 08:00
Arnar Geir Halldórsson
Koeman: Pirrandi að fara í frí núna
Ekki til í frí
Ekki til í frí
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, stjóri Southampton var að vonum sáttur með sína menn eftir 1-0 sigur á Swansea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Southampton hefur haldið hreinu í sex leikjum í röð eða allt frá því að Fraser Forster, markvörður liðsins sneri aftur eftir langvarandi meiðsli.

„Þú vilt sjá svona frammistöðu frá liðinu þínu. Skipulagið var gott og við vörðumst vel.”

„Að sjálfsögðu höfum við mikla trú á vörninni okkar og við vitum að við erum með leikmenn sem geta búið eitthvað til fram á við. Þetta var frábær frammistaða. Við verðskulduðum að fá þrjú stig.”
segir Koeman.

Í þessum sex leikjum hefur Southampton innbyrt 16 stig af 18 mögulegum en næsti leikur liðsins er ekki fyrr en eftir tvær vikur því hlé verður gert á úrvalsdeildinni um næstu helgi vegna enska bikarsins og það fer í taugarnar á Hollendingnum.

„Okkur gengur vel þessa dagana og því er pirrandi að fara í frí núna.”

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner