sun 14. febrúar 2016 13:15
Arnar Geir Halldórsson
Moyes: Töldum okkur vera að fá Fabregas
David Moyes
David Moyes
Mynd: Getty Images
David Moyes segist hafa haldið að Cesc Fabregas væri á leið til Man Utd þegar Skotinn stýrði félaginu.

Af því varð ekki og eini leikmaðurinn sem Moyes fékk til Man Utd fyrir sitt eina tímabil með liðið var Marouane Fellaini.

„Við töldum okkur vera að fá Fabregas til Man Utd. Ég talaði við hann en því miður gekk það ekki eftir."

„Man Utd er alltaf að eltast við bestu leikmennina og það var það sem við vorum að gera á mínum tíma. Þannig er það ennþá og þannig verður það alltaf,"
segir Moyes.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Louis van Gaal sem stjóra Man Utd en Moyes bendir á að þegar hann stýrði Man Utd hafi fjölmiðlar keppst við að mæra Hollendinginn.

„Fjölmiðlaumfjöllunin í kringum Man Utd og Louis van Gaal er ótrúlega mikil. Þegar ég var rekinn kepptust allir við að hylla hann en nú vilja margir sjá hann fara,"

„Þegar þú tekur við Man Utd þarftu að taka þessari umfjöllun. Ég trúi því enn að hann hafi verið rétti maðurinn í starfið og ég ber engan kala til hans,"
segir Moyes.
Athugasemdir
banner
banner
banner