Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. febrúar 2016 14:35
Arnar Geir Halldórsson
Ranieri: Verðum að halda áfram að brosa
Höfðingjar heilsast
Höfðingjar heilsast
Mynd: Getty Images
Claudio Ranieri, stjóri Leicester var auðmjúkur eftir að hafa séð lið sitt tapa á dramatískan hátt fyrir Arsenal í uppgjöri toppliða ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Ítalinn var þó ósáttur með frammistöðu dómarans, Martin Atkinson og deilir þeirri skoðun með Arsene Wenger, stjóra Arsenal og mörgum öðrum áhorfendum.

„Þetta var stórkostlegur leikur og mjög hraður. Ég er ekki viss um að í eðlilegum leik hefðu þessi tvö gulu spjöld verðskuldað brottvísum. Þetta voru venjuleg brot en ekki rétt að gefa honum gult fyrir hvorugt þeirra."

„Mér þótti dómarinn alltof strangur við okkur. Ég er viss um að við hefðum unnið þá ellefu á móti ellefu. Það var fullt af brotum í leiknum og algjör óþarfi að reka mann útaf,"
sagði Ranieri sem er þó ekki af baki dottinn og var jákvæður þrátt fyrir tapið.

„Við vissum að Arsenal er frábært lið. Þeir færa boltann á miklum hraða og hafa mikla hæfileika. Við reyndum að sækja hratt og höfðum góða stjórn á leiknum,"

„Við erum enn á toppnum með tveggja stiga forskot og við verðum að halda áfram og halda áfram að brosa. Við töpuðum í dag og verðum að hrósa andstæðingum okkar,"
sagði Ranieri.
Athugasemdir
banner
banner
banner