Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 14. febrúar 2016 16:51
Arnar Geir Halldórsson
Þýskaland: Hamburg fjarlægist fallsvæðið
Rudnevs var á skotskónum í dag
Rudnevs var á skotskónum í dag
Mynd: Getty Images
Hamburger 3 - 2 Borussia M.
0-1 Fabian Johnson ('14 )
1-1 Martin Hinteregger ('38 , sjálfsmark)
2-1 Artjoms Rudnevs ('41 )
3-1 Ivo Ilicevic ('80 )
3-2 Raffael ('88 )

Hamburg vann magnaðan heimasigur á Borussia Mönchengladbach í fyrri leik dagsins í þýska boltanum.

Bandaríski landsliðsmaðurinn Fabian Johnson kom gestunum yfir en Martin Hinteregger kom heimamönnum á bragðið með því að skora sjálfsmark. Skömmu síðar kom Lettinn Artjoms Rudnevs Hamburg yfir.

Ivo Ilicevic fór svo langt með að tryggja heimamönnum sigurinn með marki á 80.mínútu en Raffael gerði lokamínúturnar spennandi með því að minnka muninn á 88.mínútu.

Hamburg komið upp í 11.sæti en Gladbach eftir sem áður í því sjöunda.
Athugasemdir
banner
banner
banner