Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 14. febrúar 2016 06:00
Arnar Geir Halldórsson
Trifon Ivanov látinn
Trifon Ivanov
Trifon Ivanov
Mynd: Getty Images
Búlgarska goðsögnin Trifon Ivanov lést í gær, fimmtugur að aldri eftir að hafa fengið hjartaáfall.

Ivanov er einn besti leikmaður Búlgaríu frá upphafi en hann lék 77 A-landsleiki fyrir þjóð sína og var í lykilhlutverki þegar liðið komst í undanúrslit á HM í Bandaríkjunum árið 1994.

Búlgarska knattspyrnusambandið sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu í kjölfar andlátsins.

„Trifon Ivanov verður minnst sem eins besta varnarmanns í sögu búlgarska fótboltans. Ekki var hann einungis frábær leikmaður heldur líka góður maður sem var alltaf tilbúinn að hjálpa til. Við hörmum fráfall góðs vinar."

Ivanov lagði skóna á hilluna árið 2001 en hann lék meðal annars fyrir CSKA Sofia, Real Betis og Rapid Vín og var þekktur fyrir að skora glæsileg mörk með langskotum auk þess sem hann skartaði jafnan glæsilegri hárgreiðslu.

Athugasemdir
banner
banner