Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 14. febrúar 2016 11:10
Arnar Geir Halldórsson
Wenger: Ótrúlegt að Leicester hafi fundið Mahrez
Risastórt verkefni framundan
Risastórt verkefni framundan
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal fer ekki í felur með það að hann hefur miklar áhyggjur af Alsíringnum Riyad Mahrez.

Arsenal fær Leicester í heimsókn í fyrri stórleik dagsins í enska boltanum en Arsenal má alls ekki tapa leiknum ætli liðið sér að keppa um titilinn.

Mahrez hefur borið sóknarleik Leicester uppi í allan vetur ásamt Jamie Vardy og Wenger er einn þeirra sem hrífst af Mahrez.

„Vardy er kannski líklegri til að skora en ég hræðist Mahrez meira því hann er að búa til öll færin. Þess vegna ná þeir svona vel saman."

„Það ótrúlega við Mahrez er að hann er ekki bara að skapa öll þessi færi heldur er hann líkur duglegur við að skora,"
segir Wenger.

Arsenal hefur löngum verið þekkt fyrir að leita til Frakklands í leit að liðsstyrk og hefur það reynst Lundúnarliðinu ansi vel í gegnum tíðina.

Það er því óhætt að ætla að Wenger þekki franska markaðinn ansi vel en hann segir það ótrúlega vel gert hjá Leicester að hafa fundið Mahrez

„Ég vissi ekki hver hann var þegar hann var að spila í Ligue 2 en nú er hann einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Það er ótrúlegt að þeir hafi fundið hann," sagði Wenger.

Leikur Arsenal og Leicester hefst á slaginu 12.

Athugasemdir
banner
banner
banner