mið 14. febrúar 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
KA fær nýjan vinstri bakvörð (Staðfest)
Srdjan Tufegdzic þjálfari KA og Milan Joksimovic.
Srdjan Tufegdzic þjálfari KA og Milan Joksimovic.
Mynd: Getty Images
KA hefur samið við vinstri bakvörðinn Milan Joksimovic frá Serbíu en hann mun leika með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Milan á að fylla skarð Darko Bulatovic sem spilaði í vinstri bakverðinum hjá KA á síðasta tímabili.

„Hann er góður liðsstyrkur fyrir okkur," sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, við Fótbolta.net í dag.

Milan kemur til KA frá FC Gorodeya í Hvíta-Rússlandi þar sem hann lék í efstu deild. Þar áður hefur hann leikið í efstu og næst efstu deildum í Serbíu.

Milan var með tilboð frá Hvíta-Rússlandi en hann ákvað frekar að ganga í raðir KA. Hann er mættur til landsins og byrjaður að æfa með KA.

Þónokkrar breytingar eru á öftustu línu KA frá síðasta tímabili en liðið hefur einnig fengið Hallgrím Jónasson frá Danmörku auk þess sem spænski markvörðurinn Cristian Martinez kom frá Víkingi Ólafsvík.

Komnir:
Cristian Martinez frá Víkingi Ó.
Hallgrímur Jónasson frá Lyngby
Milan Joksimovic frá FC Gorodeya
Sæþór Olgeirsson frá Völsungi

Farnir:
Almarr Ormarsson í Fjölni
Bjarki Þór Viðarsson í Þór
Darko Bulatovic til Serbíu
Davíð Rúnar Bjarnason í Magna
Emil Lyng til Dundee
Srdjan Rajkovic hættur
Vedran Turkalj
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner