Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 14. febrúar 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Zaha slakar á í Dúbaí
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha verður frá í mánuð eftir að hafa orðið fyrir hnémeiðslum í leik gegn Newcastle í síðustu viku.

Zaha ákvað að skella sér til Dúbaí eftir að hafa orðið fyrir meiðslunum en hann er þar þessa stundina. Hann birti mynd af sér á Instagram þar sem hann nýtur lífsins í Dúbaí.

Á myndinni er hann í hnéspelku.

Crystal Palace saknar Zaha mikið en án hans tapaði liðið 3-1 gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Gylfi Sigurðsson var þar á meðal markaskorara. Palace hefur reyndar ekki unnið leik án Zaha í ensku úrvalsdeildinni síðan í september 2016.

Crystal Palace er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi frá fallsæti. Stuðningsmenn Palace vonast til að Zaha komi heim frá Dúbaí og snúi aftur á fótboltavöllinn sem allra fyrst.

R&R 🛥☀️🤙🏿

A post shared by Wilfried Dazet Armel Zaha (@wilfriedzaha) on


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner