mið 14. febrúar 2018 15:30
Elvar Geir Magnússon
Sjö staðreyndir sem sýna hversu öflugt þetta var hjá Tottenham
Mario Mandzukic og Dele Alli í baráttunni í leiknum í gær.
Mario Mandzukic og Dele Alli í baráttunni í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
„Í 83 mínútur vorum við miklu betra liðið á vellinum," sagði Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, eftir 2-2 jafntefli gegn Juventus í Meistaradeildinni í gær.

Tottenham byrjaði leikinn í Tórínó afleitlega og lenti 2-0 undir en kom til baka og náði verðskuldað að jafna 2-2. Seinni leikurinn verður á Wembley og úrslitin góð fyrir Spurs.

Það er svo sannarlega ekki sjálfsagt að heimsækja Juventus og ná þessum úrslitum.

Hér má sjá sjö staðreyndir sem BBC tók saman og sýna hversu öflug þessi úrslit voru hjá Tottenham.

- Juventus hafði aðeins fengið á sig eitt mark í síðsutu sextán og ekkert mark á árinu 2018.

- Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, hafði ekki fengið á sig mark í 694 mínútur.

- Juve hafði unnið síðustu tíu leiki í deild og bikar síðustu tvo mánuði.

- Þetta er aðeins í annað sinn sem liðinu mistekst að vinna heimaleik í Meistaradeildinni eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir. Síðast gerðist það í undanúrslitum gegn Manchester United 1999.

- Tottenham er fyrsta liðið til að koma til baka eftir að hafa lent undir á Juventus leikvanginum síðan Ítalíumeistararnir færðu sig þangað 2011.

- Þetta var í fyrsta sinn sem Juve fékk á sig tvö mörk í heimaleik í Meistaradeildinni síðan í febrúar 2016, í 2-2 jafntefli gegn Bayern München.

- Ítalska liðið hafi ekki fengið á sig tvö mörk í neinum heimaleik síðan í október þegar það tapaði 2-1 gegn Lazio.

Sjá einnig:
Pochettino: Við áttum skilið að vinna
Redknapp: Tottenham getur unnið Meistaradeildina
Athugasemdir
banner
banner
banner