Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. febrúar 2018 14:30
Elvar Geir Magnússon
Splæsir samlokum á alla ef Sparta nær að forðast fall
Kramer með samlokuna.
Kramer með samlokuna.
Mynd: Twitter
„Ef við höldum okkur uppi þá fá allir sem vinna hjá Spörtu samloku frá mér," segir sóknarmaðurinn Michiel Kramer.

Sparta Rotterdam er í neðsta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar en Kramer kom á dögunum á láni frá nágrönnunum í Feyenoord í Rotterdam.

Ummælin sagði Kramer við fjölmiðla á fyrstu æfingu sinni hjá Spörtu en hollenskir fjölmiðlar telja að hann hafi verið að ögra yfirmönnum sínum hjá Feyenoord.

Talið er að hann vilji yfirgefa félagið.

Í desember setti Feyenoord hann í agabann og sektaði fyrir að borða samloku í hálfleik í bikarleik þegar hann átti að vera að hita upp. Atvikið náðist á mynd sem birtist í fjölmiðlum.
Athugasemdir
banner
banner
banner