Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 14. mars 2017 18:13
Elvar Geir Magnússon
Lukaku sagði nei við Everton - Ætlar ekki að gera nýjan samning
Lukaku vill ekki gera lengri samning við Everton.
Lukaku vill ekki gera lengri samning við Everton.
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Romelu Lukaku hafi hafnað stærsta samningstilboði í sögu Everton.

Talað hafði verið um að belgíski landsliðsmaðurinn væri nálægt því að skrifa undir nýjan samning við félagið og sagði umboðsmaður hans, Mino Raiola, að það væru 99,9% líkur á nýjum samningi.

En málin hafa tekið aðra stefnu og Lukaku hefur sagt Everton að hann hafi engan áhuga á að skrifa undir nýjan og lengri samning. Hann á tvö ár eftir af núgildandi samningi.

Lukaku hefur ekki farið leynt með það markmið sitt að spila í Meistaradeildinni og hefur meðal annars verið orðaður við Chelsea en hann var hjá félaginu áður en Everton keypti hann á 28 milljónir punda 2014.

Everton ætlar að reyna áfram að halda Lukaku en ef það tekst ekki mun félagið stefna á að fá um 60 milljónir fyrir sóknarmanninn sem hefur skorað 19 mörk á tímabilinu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner