banner
   mið 14. mars 2018 22:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mark Hughes ráðinn til Southampton (Staðfest)
Hughes er tekinn við dýrlingunum.
Hughes er tekinn við dýrlingunum.
Mynd: Getty Images
Southampton hefur ráðið nýjan knattspyrnustjóra og er það Mark Hughes sem hefur verið fenginn til að sinna starfinu. Sagt var í dag að viðræður væru langt komnar og hefur ráðning hans núna verið staðfest af Southampton.

Hughes, sem lék með Southampton frá 1998 til 2000, hefur skrifað undir samning út tímabilið en hann tekur við liðinu af Mauricio Pellegrino sem var rekinn í fyrrakvöld.

„Þetta er verkefni sem ég er spenntur fyrir. Þetta er frábært tækifæri að koma aftur til félags sem ég þekki vel, félags sem ég hef átt í góðu sambandi við," sagði Hughes við heimasíðu Southampton eftir að hafa skrifað undir.

„Ég gat ekki hafnað þessu tækifæri."

Southampton hefur einungis unnið einn af síðustu sautján deildarleikjum og er einungis stigi frá falli. Hughes fær átta leiki til að stýra liðinu í öruggt sæti.

„Ég hef reynslu úr ensku úrvalsdeildinni og veit hvað þarf að gera til að vinna deildarleiki," segir Hughes.

Hughes var sjálfur rekinn frá Stoke fyrir tveimur mánuðum eftir slakt gengi en hann hefur áður á ferlinum stýrt Blackburn, Manchester City, Fulham og QPR.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner