Man Utd íhugar að halda Ten Hag - Chelsea býður Maresca fimm ára samning - PSG vill Bruno
   þri 14. maí 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þessi drengur er búinn að leggja ekkert eðlilega mikla vinnu á sig"
Funheitur á tímabilinu.
Funheitur á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sleit krossband hjá Real Madrid.
Sleit krossband hjá Real Madrid.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Blómstrað hjá Lyngby.
Blómstrað hjá Lyngby.
Mynd: Getty Images
Andri Lucas Guðjohnsen er markahæsti leikmaður dönsku Superliga með 13 mörk skoruð á tímabilinu.

Andri, sem er 22 ára landsliðsmaður, hóf tímabilið á láni hjá Lyngby frá Norrköping en fyrr á þessu ári kláraði danska félagið kaup á framherjanum. Í kjölfarið hefur hann svo verið orðaður í burtu frá Lyngby til stærri félaga. Þar á meðal við belgíska félagið Gent.

Fótbolti.net ræddi við Frey Alexandersson, fyrrum þjálfara Lyngby, í gær og var Freysi, sem fékk Andra til Lyngby síðasta sumar, spurður út í framherjann.

„Nei, þetta hefur ekki komið mér á óvart. Hann á að vera búinn að skora fleiri. Hann kemur sér í færi í hverjum einasta leik og brenndi af víti um daginn. Hann á að vera kominn með 15-16 mörk að mínu mati."

„Hann er bara frábær, ég vissi alveg að þetta væri í honum. Það verður bara spennandi að fylgjast með hvað gerist í sumar hjá honum. Hann á allt gott skilið, þessi drengur er búinn að leggja ekkert eðlilega mikla vinnu á sig. Hann er búinn að lenda í alls konar mótlæti. Þetta er ekki búið að koma af sjálfu sér þótt hann hafi verið í Real Madrid. Það má ekki gleymast að hann lendir í krossbandsslitum og svo þegar hann tekur fyrsta skrefið í fullorðinsfótbolta þá fer hann til Svíþjóðar og lendir þar í hálfgerðri frystikistu. Hann stendur upp og er andlega miklu sterkari. Hann er ótrúlega flottur og vel gerður drengur fyrir utan að hafa geggjaða fótboltahæfileika."


Þurfa að fá svör við mörgum spurningum frá Gent
Um helgina var fjallað um að Andri hefði farið til Belgíu til að ræða við Gent. Ef Andri segði já við Gent, væri það gott skref fyrir hann að mati Freysa?

„Gent er flottur klúbbur en það er of snemmt fyrir mig að segja hvort að það sé rétt skref fyrir hann. Ég þarf miklu meiri upplýsingar. Klúbburinn er að ganga í gegnum breytingaferli, það er búið að skipta um eigendur og breyta öllu hjá félaginu. Hann og hans bakland þarf að fá svar við mörgum spurningum, finnst mér, áður en þeir taka ákvörðun af því það eru miklu fleiri klúbbar en Gent sem hafa áhuga á Andra Lucasi Guðjohnsen. Ég er ekki að gera lítið úr Gent, mér finnst það góður kostur, en út af breytingunum þá þarf að fá réttar upplýsingar. Ég efast ekki um að hans bakland vinni í því og geri það," sagði Freysi sem er í dag þjálfari belgíska félagsins Kortrijk.
Athugasemdir
banner
banner