banner
   fim 14. júní 2018 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Baldur Sig spáir í opnunarleikinn á HM
Baldur er fyrirliði Stjörnunnar.
Baldur er fyrirliði Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HM veislan hefst í dag. Opnunarleikurinn er á milli Rússlands og Sádí-Arabíu í Moskvu.

Leikurinn hefst 15:00 og er í beinni útsendingu á RÚV.

Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, tók það verkefni að sér að spá í fyrsta leik Heimsmeistaramótsins 2018 fyrir Fótbolta.net.



Rússland 2 - 1 Sádí-Arabía (Í dag klukkan 15:00)
„Hérna er mikilvægt að rýna ekki of mikið í fyrri úrslit og form liða," segir Baldur.

„Að vera heimaþjóð að spila opnunarleik HM á að vera skyldusigur. Það verður raunin í dag þar sem andstæðingurinn er ekki sá sterkasti. Undir flestum kringumstæðum myndi ég setja jafntefli á þetta en þar sem þetta er opnunarleikurinn fer hann 2-1 fyrir Rússana."

Þess má geta að heimaþjóð hefur aldrei tapað fyrsta leik sínum í Heimsmeistarakeppninni.
Athugasemdir
banner
banner