Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   fim 14. júní 2018 21:40
Matthías Freyr Matthíasson
Jónatan: Hefur alltaf kallað mig „límið" síðan á Shellmóti
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Já við erum mjög ánægðir með að taka þrjú stig loksins. Við erum búnir að gera nokkur jafntefli í röð og það var kominn tími á að taka þrjú stig. Halda hreinu fannst mér líka mikilvægt" sagði Jónatan Ingi Jónsson leikmaður FH eftir 3 - 0 sigur á Víkingum þar sem Jónatan skoraði 2 mörk og var maður leiksins.

Lestu um leikinn: FH 3 -  0 Víkingur R.

„Við erum ekki búnir að byrja leikina nógu vel finnst mér á þessu tímabili, oft búnir að lenda undir og þurfa að koma til baka. Við komumst yfir í dag sem betur fer og eftir það fannst mér við vera betri aðilinn"

Jón Páll Pálmason knattspyrnuþjálfari deilir myndbandi á Twitter frá Shellmóti fyrir 10 árum og kallar þig þar „límið" Hvernig stendur á því?

„Ég og Jón Páll þekkjumst mjög vel. Hann var yngri flokka þjálfarinn minn í mörg ár og við höfum alltaf verið góðir vinir og það var eitthvað mark sem ég skora í úrslitleik á Shellmótinu þegar við unnum það og þá var ég kallaður límið og síðan þá hefur hann alltaf kallað mig það"

Nánar er rætt við Jónatan í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir