banner
   fim 14. júní 2018 19:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Vítaspyrnumark örlagavaldurinn á Akureyri
Hilmar gerði sigurmark Stjörnunnar úr víti. Hann er kominn með 10 deildarmörk í sumar en helmingur markanna er af vítapunktinum.
Hilmar gerði sigurmark Stjörnunnar úr víti. Hann er kominn með 10 deildarmörk í sumar en helmingur markanna er af vítapunktinum.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
KA 1 - 2 Stjarnan
0-1 Þorsteinn Már Ragnarsson ('59 )
1-1 Ásgeir Sigurgeirsson ('65 )
1-2 Hilmar Árni Halldórsson ('76 , víti)
Lestu nánar um leikinn

Stjarnan tryggði sér sinn þriðja sigur í röð í Pepsi-deild karla er liðið mætti KA á Akureyri í dag.

Fyrri hálfleikurinn var frekar lítið fyrir augað og mörkin létu bíða eftir sér þangað til í seinni hálfleik, nánar tiltekið á 59. mínútu en þá kom Þorsteinn Már Ragnarsson Stjörnunni yfir.

Stjarnan var ekki lengi með forystuna því Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði fyrir KA á 65. mínútu með fallegu marki.

þegar stundarfjórðungur var eftir dró til tíðinda er Guðjón Baldvinsson féll í teignum eftir viðskipti við Aleksandar Trninic. Dómarinn dæmdi vítaspyrnu og úr henn skoraði Hilmar Árni Halldórsson sitt tíunda deildarmark í sumar.

Þetta reyndist sigurmark leiksins en Stjarnan er í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig, tveimur stigum minna en topplið Vals. KA hefur ollið vonbrigðum í upphafi móts og er aðeins með átta stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner