Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. júní 2018 20:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ramos gekk út: Þetta er eins og jarðarför
Ramos á blaðamannafundinum.
Ramos á blaðamannafundinum.
Mynd: Getty Images
Hierro er tekinn við spænska liðinu. Hér má sjá hann ræða við forvera sinn, Julen Lopetegui.
Hierro er tekinn við spænska liðinu. Hér má sjá hann ræða við forvera sinn, Julen Lopetegui.
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos, fyrirliði spænska landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannnafundi í dag.

Það vakti mikla athygli í gær þegar Julen Lopetegui var rekinn sem landsliðsþjálfari Spánar tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM. Ramos, sem var mættur ásamt nýja landsliðsþjálfaranum Fernando Hierro, var auðvitað spurður út í þetta á blaðamannafundinum.

Lopetegui var deginum áður ráðinn stjóri Real Madrid en það fór ekki vel í spænska knattspyrnusambandið. Þeir hjá knattspyrnusambandinu vissu ekki af viðræðum Lopetegui við Real Madrid og því var hann rekinn.

„Við verðum að vera fljótir að komast yfir þetta, við verðum að halda áfram. Þetta er ekki búið að vera frábær tími. Julen Lopetegui hjálpaði okkur að komast á HM og hann á þátt í því sem gerist á HM," sagði Ramos sem vill gleyma.

„Við spilum annað kvöld á móti ríkjandi Evrópumeisturum. Því fyrr sem við gleymum þessu því betra fyrir alla."

„Það mun ekkert breytast, metnaðurinn er sá sami og fyrir tveimur dögum. Hungrið er enn til staðar hjá liðinu. Við megum ekki nota þetta sem afsökun," sagði Ramos sem mun spila undir stjórn Lopetegui hjá Real Madrid.

Fernando Hierro mun stýra Spánverjum á HM og Ramos er ánægður með það. „Það eru fáir sem eru jafnhæfir í starfið og Fernando."

Hierro er goðsögn á Spáni eftir að hafa skorað 29 mörk í 89 landsleikjum. Hann var lengi vel fyrirliði landsliðsins og Real Madrid.

Fékk nóg og gekk út
Eftir að hafa svarað nokkrum spurningum um brotthvarf Lopetegui þá gekk Ramos af fundinum en áður en hann fór sagði hann:

„Þetta er eins og jarðarför. Við erum að taka þátt í Heimsmeistaramótinu, við ættum að njóta þess."

Spánn er í riðli með Portúgal, Íran og Marokkó. Fyrsti leikur liðsins er annað kvöld við Portúgal.

Sjá einnig:
Sito skilur ákvörðun knattspyrnusambands Spánar
Athugasemdir
banner
banner