Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 14. júní 2018 14:46
Ívan Guðjón Baldursson
Tíu dómarar koma að opnunarleiknum
Mynd: Getty Images
FIFA tók skýra stefnu um dómaramál fyrir Heimsmeistaramótið og verður VAR við lýði, þar sem auka dómarar geta skoðað hin ýmsu atvik í rauntíma meðan þeir eru í beinu sambandi við dómarateymi leiksins.

Rússar mæta Sádí-Arabíu í fyrsta leik mótsins sem hefst innan skamms og eru tíu dómarar sem koma að leiknum.

Það er einn aðaldómari og tveir aðstoðardómarar auk fjórða dómara og varaaðstoðardómara. Þar að auki eru þrír VAR dómarar og tveir yfirmenn sem koma að skipulagningu og öðru.





Athugasemdir
banner
banner