Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. júní 2018 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
West Ham að kaupa efnilegan miðvörð fyrir háa fjárhæð
Issa Diop er 21 árs.
Issa Diop er 21 árs.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Issa Diop verður einn dýrasti leikmaður í sögu West Ham ef félagaskipti hans frá Toulouse ganga upp. Sky Sports segir að skiptin séu í augsýn.

Samkomulag á milli félaganna náðist í gær. West Ham mun greiða allt að 25 milljónir evra (22 milljónir punda) fyrir þennan 21 árs gamla miðvörð.

Diop er fyrirliði franska U23 landsliðsins og lék hann 37 leiki fyrir Toulouse á síðasta tímabili.

Liðið endaði í 18. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar en hélt sér uppi með því að vinna umspil gegn Ajaccio.

West Ham endaði í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á liðnu tímabili en síðan tímabilinu lauk hefur félagið ráðið Manuel Pellegrini sem nýjan knattspyrnustjóra og fengið bakvörðinn Ryan Fredericks á frjálsri sölu frá Fulham.

Nú virðist hinn efnilegi Diop vera á leiðinni ásamt markverðinum Lukasz Fabianski frá Swansea
Athugasemdir
banner
banner
banner