Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 14. september 2014 14:00
Ingólfur Sigurðsson
Albert „yfirburðamaður“ í sigri Heerenveen
Albert í leik með Heerenveen.
Albert í leik með Heerenveen.
Mynd: Heimasíða Heerenveen
Hinn 17 ára gamli Albert Guðmundsson fór á kostum þegar U19 ára lið Heerenveen sigraði NEC 3-1 á útivelli í gær.

Albert skoraði tvö fyrstu mörk liðsins og lagði upp það þriðja en samkvæmt vef Heerenveen voru öll mörkin einstaklega glæsileg.

Þá segir jafnframt að Albert hafi verið „yfirburðamaður á vellinum“ og að andstæðingarnir hafi enga leið fundið til þess að stöðva hann.

Albert er á öðru tímabili sínu hjá Heerenveen en hann lék áður með yngri flokkum KR. Hann er einnig leikmaður U19 ára liðs Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner