Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. september 2014 14:01
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Man Utd gegn QPR: Falcao byrjar ekki
Falcao, sóknarmaður Manchester United.
Falcao, sóknarmaður Manchester United.
Mynd: Getty Images
Það verður frumsýningarpartí í leikhúsi draumanna þegar Manchester United leitar að fyrsta sigri sínum á tímabilinu gegn QPR. Með sigri nær United að stökkva upp í níunda sæti deildarinnar en stöðuna má sjá hér fyrir neðan.

Louis van Gaal hefur gjörbreytt leikmannahópi United með því að kaupa nýja leikmenn fyrir háar upphæðir og ljóst er að stuðningsmenn United bíða spenntir eftir því að sjá hvernig fer í dag.

Kólumbíski sóknarmaðurinn Radamel Falcao byrjar á bekknum ásamt Luke Shaw. Argentínumaðurinn Marcos Rojo og miðjumaðurinn Daley Blind eru að fara að spila sinn fyrsta leik fyrir United.

Fréttir hafa borist af því að Van Gaal muni spila með fjögurra manna varnarlínu í dag og leggja 3-5-2 kerfinu en það hefur ekki fengist staðfest.

Rio Ferdinand mætir aftur á Old Trafford en þessi reyndi varnarmaður yfirgaf United í sumar eftir margra ára dygga þjónustu og gekk þá í raðir QPR. Hann byrjar í dag.

Byrjunarliðið Manchester United: De Gea, Rafael, Evans, Rojo, Blackett, Blind, Herrera, Mata, Di Maria, Rooney, van Persie.
(Varamenn: Lindegaard, Shaw, Fletcher, Januzaj, Valencia, A Pereira, Falcao)

Byrjunarlið QPR: Green; Isla, Ferdinand, Caulker, Hill; Sandro, Kranjcar, Fer; Philips, Austin, Hoilett.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner