Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. september 2014 16:51
Elvar Geir Magnússon
England: Vel heppnað frumsýningarpartí Man Utd
Angel Di Maria var frábær í dag.
Angel Di Maria var frábær í dag.
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 4 - 0 QPR
1-0 Angel Di Maria ('24 )
2-0 Ander Herrera ('36 )
3-0 Wayne Rooney ('44 )
4-0 Juan Mata ('58 )

Stuðningsmenn Manchester United eru í skýjunum eftir fyrsta sigurleik tímabilsins en liðið fór gjörsamlega á kostum gegn QPR. Louis van Gaal stillti upp í leikkerfið 4-4-2 með Marcos Rojo og Daley Blind í byrjunarliðinu en geymdi Radamel Falcao á bekknum.

Angel Di Maria opnaði markareikning sinn fyrir United með marki beint úr aukaspyrnu. Spyrnan var af löngu færi og var ætluð sem sending en boltinn skoppaði skemmtilega í fjærhornið.

QPR hefði getað jafnað eftir mistök David de Gea en Jonny Evans renndi sér og kom í veg fyrir mark.

Ander Herrera og Wayne Rooney bættu við mörkum fyrir hálfleik og staðan 3-0 þegar Phil Dowd flautaði til hálfleiks. QPR sá ekki til sólar.

Juan Mata fékk stungusendingu frá Angel Di Maria sem átti frábæran leik og kom United í 4-0. Á 67. mínútu risu áhorfendur úr sætum og klöppuðu Radamel Falcao lof í lófa en hann kom þá inn sem varamaður.

Ekki var meira skorað og stórsigur Manchester United staðreynd. Liðið er með fimm stig í níunda sætinu en QPR með þrjú stig í fimmtánda sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner