Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. september 2014 14:20
Elvar Geir Magnússon
Gary Neville: Van Gaal spilar 4-4-2 með tígulmiðju
Marcos Rojo er vinstri bakvörður
Marcos Rojo er vinstri bakvörður
Mynd: Manchester United
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United hefur lagt 3-5-2 leikkerfið umdeilda á hilluna (í bili að minnsta kosti) samkvæmt fréttum frá Englandi.

Hann hefur tilkynnt byrjunarliðið gegn QPR í leik sem hefst klukkan 15:00 enGary Neville telur á Twitter að United stillu upp í 4-4-2 með tígulmiðju.

David De Gea er í markinu með fjögurra manna varnarlínu fyrir framan sig. Rafael er hægri bakvörður en Marcos Rojo í vinstri. Jonny Evans og Tyler Blackett eru miðverðir.

Daley Blind byrjar sem djúpur á miðju og þar fyrir framan eru Ander Herrera og Angel Di Maria en Juan Mata er í holunni.

Fremstir eru svo Robin van Persie og Wayne Rooney en Radamel Falcao er með varamanna.

Uppfært: Van Gaal hefur staðfest að hann mun byrja með fjögurra manna varnarlínu.



Athugasemdir
banner
banner