Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 14. september 2014 18:53
Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Árni sneri aftur í lið FH
Guðjón Árni í leik FH og Fylkis í 2. umferð. Hann spilaði ekkert meira eftir það fyrr en í kvöld.
Guðjón Árni í leik FH og Fylkis í 2. umferð. Hann spilaði ekkert meira eftir það fyrr en í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Guðjón Árni Antoníusson sneri aftur í lið FH gegn Þór á Akureyri í kvöld en óttast hafði verið að ferill hans væri á enda.

Guðjón Árni missti mikið úr á síðustu leiktíð eftir að hafa fengið tvö höfuðhögg.

Hann byrjaði svo tímabilið með FH með hjálm á höfði en hafði aðeins leikið tvo leiki þegar hann fékk höfuðhögg á æfingu fyrir leik í 3. umferð gegn KR.

Óttast var að ferill Guðjóns sem er hægri bakörður væri á enda eftir þetta en hann kom inná sem varamaður á 85. mínútu í leik FH og Þórs í kvöld, reyndar sem kantmaður og í þetta sinn hjálmlaus.

Jón Ragnar Jónsson hægri bakvörður FH fékk sitt fjórða gula spjald á tímabilinu í kvöld og verður því í leikbanni í þarnæsta leik gegn Fram á sunnudaginn en leikbannið tekur ekki gildi fyrr en í hádegi á föstudaginn, kvöldið eftir leik FH og KR.

Athugasemdir
banner
banner