Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 14. september 2014 17:30
Alexander Freyr Tamimi
Harry Redknapp bölvar landsleikjahléinu
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp, stjóri Queens Park Rangers, var að vonum svekktur eftir 4-0 tap sinna manna gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Redknapp segir að vondur kafli undir lok fyrri hálfleiks hafi gert út um leikinn.

,,Við vorum ekki nema 1-0 undir þegar það voru fimm mínútur í hálfleik. Ég taldi að ef við næðum að vera bara 1-0 undir í leikhléi værum við enn í leiknum," sagði Redknapp.

,,En við gáfum þeim tvö mörk og vorum 3-0 undir í hálfleik þó að Rob Green hafi varla þurft að verja bolta."

,,Maður vissi að þetta yrði erfitt í 3-0. Maður vill ekki tapa með sex eða sjö mörkum, það er vont fyrir móralinn."

,,Sumir leikmanna okkar verða að komast í betri leikæfingu. Þeir þurfa að komast í form. Það er gallinn við landsleikjahléið. En við verðum að koma þeim í form."


Athugasemdir
banner
banner