Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 14. september 2014 10:45
Elvar Geir Magnússon
Matti Vill segir útlendingakvóta nauðsynlegan í Noregi
Matthías í leik með íslenska landsliðinu.
Matthías í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Hilmar Þór Guðmundsson
Fjöldi erlendra leikmanna í norska boltanum kemur niður á framþróun ungra norskra knattspyrnumanna. Þetta segir Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Start, í samtali við Aftenposten.

„Ef ég væri yfir norska knattspyrnusambandinu væri ég búinn að setja kvóta á erlenda leikmenn. Þú sérð að íslenskur fótbolti hefur tekið miklum framförum undanfarin ár en það er ekki tilviljun að það gerist í kjölfar efnahagskreppunnar. Margir erlendir leikmenn þurftu að fara úr íslensku deildinni og treyst var á unga leikmenn í staðinn," segir Matthías.

„Norðmenn geta lært af erlendum leikmönnum og öfugt en þeir eru bara of margir."

Þá segir Matthías að margir Íslendingar hlæi að því hvernig unglingastarfið er í Noregi. Á Íslandi séu menntaðir þjálfarar sem sjá um barna- og unglingaþjálfun en þannig er það ekki í Noregi.
Athugasemdir
banner
banner