banner
   sun 14. september 2014 11:45
Elvar Geir Magnússon
Okaka: Balotelli féll á prófinu á Ítalíu
Mynd: Getty Images
Stefano Okaka, leikmaður Sampdoria, segir að Mario Balotelli hafi sjálfur brugðist og fallið á prófinu á Ítalíu.

„Sú staðreynd að Balotelli yfirgaf ítalska boltann fyrir England er ekkert neikvætt merki fyrir okkar deild eins og margir segja. Balotelli stóð sig ekki í ítalska boltanum. Það var hann sem brást," segir Okaka.

„Hann verður að gera sér grein fyrir því að menn í fremstu röð eru undir pressu. Þegar Zlatan Ibrahimovic spilaði hér, skoraði hann 30 mörk á tímabili. Mario verður að hætta að kenna öllum öðrum um. Hann verður að axla ábyrgð. Hann stóð sig ekki."
Athugasemdir
banner
banner
banner