Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 14. september 2014 21:52
Alexander Freyr Tamimi
Pepsi-deildin: Stjarnan vann Keflavík í storminum
Pablo Punyed skoraði eitt mark og átti þátt í hinu.
Pablo Punyed skoraði eitt mark og átti þátt í hinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 2 - 0 Keflavík
1-0 Pablo Punyed ('25)
2-0 Veigar Páll Gunnarsson ('90)

Aðstæður til knattspyrnuiðkunnar voru hreint út sagt hörmulegar þegar Stjarnan tók á móti Keflavík í lokaleik umferðarinnar í Pepsi-deildinni.

Heimamenn í Garðabæ unnu þó gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur í roki og rigningu á Samsung-vellinum og fylgja því enn í humátt á eftir FH í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

Fyrra mark leiksins skoraði Pablo Punyed úr glæsilegri aukaspyrnu á 25. mínútu. Hann smurði boltann yfir vegginn og alveg út í hornið, gersamlega óverjandi fyrir Jonas Sandqvist í marki Keflvíkinga.

Skömmu fyrir leikhlé fékk Einar Orri Einarsson að líta tvö gul spjöld með tveggja mínútna millibili og fékk hann þar með sitt annað rauða spjald á tímabilinu.

Skömmu síðar skoraði Veigar Páll Gunnarsson mark úr aukaspyrnu sem Pablo Punyed fiskaði, en skotið fór í markmannshornið og hefði Sandqvist mátt verja. En hann gulltryggði þarna 2-0 sigur Stjörnunnar.

Keflavík er því enn í bullandi fallbaráttu, þremur stigum frá Fjölni sem er í fallsæti, en Stjarnan er með 42 stig og tveimur stigum frá toppliði FH.
Athugasemdir
banner
banner
banner