Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. september 2014 10:05
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo orðaður við United, City og Chelsea
Powerade
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Steve Bruce næsti stjóri Newcastle?
Steve Bruce næsti stjóri Newcastle?
Mynd: Getty Images
Heilir og sælir lesendur góðir á þessum ansi haustlega sunnudegi. Það er komið að slúðrinu en að vanda er það BBC sem tekur bitastæðustu molana úr ensku götublöðunum.

Cristiano Ronaldo (29 ára) er ákveðinn í að yfirgefa Real Madrid í lok tímabilsins. Hann vill snúa aftur til Manchester United en þrátt fyrir aldur hans vill Real Madrid ekki fá minna en 60 milljónir punda ef hann verður seldur. Manchester City gæti þá keypt hann. (Sunday Express)

Ronaldo gæti farið til Chelsea ef Lundúnafélagið er tilbúið að borga honum 500 þúsund pund í vikulaun. (Mail on Sunday)

Tottenham mun aftur reyna að kaupa Morgan Schneiderlin, 24 ára miðjumann Southampton, þegar glugginn opnar í janúar. (Sunday Mirror)

Manchester United mun bjóða spænska miðjumanninn Juan Mata sem beitu til að reyna að fá Kevin Strootman frá Roma í janúar. (Sunday Mirror)

Burnley gæti reynt að selja Danny Ings í janúar en samningur þessa 22 ára sóknarmanns rennur út næsta sumar. Viðræður um nýjan samning hafa ekki gengið hingað til. (Sun on Sunday)

Hörðustu stuðningsmenn Newcastle eru brjálaðir eftir 4-0 tap gegn Southampton og allt bendir til þess að Alan Pardew verði rekinn sem knattspyrnustjóri. (Mail on Sunday)

Steve Bruce, stjóri Hull City, gæti tekið við Newcastle með Alan Shearer sem aðstoðarmann. (Sunday Paeople)

Rio Ferdinand segir að John Terry hafi aldrei beðið sig eða bróður sinn, Anton Ferdinand, afsökunar eftir kynþáttaníðsmálið 211. (Sun on Sunday)

Stuðningsmenn Fulham krefjast þess að Felix Magath (61) verði rekinn eftir að fimmta tapið í sex Championship-leikjum gerði það að verkum að Fulham er á botni deildarinnar. Magath tók við liðinu í febrúar. (London 24)

Jerome Boateng, fyrrum leikmaður Manchester City og nú hjá Bayern München, telur að ungir leikmenn á Englandi fái of mikið borgað of snemma. Það geti haft áhrif á að þeir einbeiti sér ekki 100% að því að verða betri. (Sunday Times)

Shinji Kagawa segist hafa verið með gæsahúð allan leikinn þegar hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Borussia Dortmund í endurkomunni. (Four Four Two)
Athugasemdir
banner
banner
banner