Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 14. september 2014 11:20
Elvar Geir Magnússon
Steve Bruce: Óvirðulegt að orða mig við Newcastle
Steve Bruce, stjóri Hull City.
Steve Bruce, stjóri Hull City.
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, knattspyrnustjóri Hull City, segir að það sé óvirðulegt að tala um sig sem næsta knattspyrnustjóra Newcastle.

Fjölmiðlar hafa talað um að Bruce gæti tekið við með Alan Shearer sem aðstoðarmann. Newcastle tapaði 4-0 fyrir Southampton í gær og kalla stuðningsmenn eftir því að Alan Pardew fái að kynnast stígvelinu fræga.

„Mér finnst það mjög óvirðulegt að ég sé orðaður við starf annars manns þegar hann er enn í því. Ég er bara að einbeita mér að undirbúningi fyrir leik gegn West Ham á mánudag," segir Bruce.

Bruce er 53 ára en hann hefur haldið um stjórnartaumana hjá Hull síðan í júní 2012

„Það er leiðinlegt að sjá kollega sinn vera undir svona mikilli pressu. Ég var í sömu stöðu fyrir nokkrum árum og það er ekki skemmtilegt. Eftir það sem gerðist hjá mér í Sunderland þekki ég stöðuna þarna fyrir norð-austan."
Athugasemdir
banner