Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. september 2014 20:10
Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmaður FH mikið slasaður
Stúkan við Þórsvöll. Eins og sést á myndinni er fallið nokkuð hátt. Stuðningsmaðurinn félll niður í miðjunni þar sem rampurinn inn í stúkuna er.
Stúkan við Þórsvöll. Eins og sést á myndinni er fallið nokkuð hátt. Stuðningsmaðurinn félll niður í miðjunni þar sem rampurinn inn í stúkuna er.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Leikur FH og Þórs náði ekki að hefjast á réttum tíma í kvöld þar sem stuðningsmaður FH slasaðist mikið fyrir leikinn og verið var að gera að meiðslum hans.

Þegar liðin gengu til búningsklefa fyrir leik hallaði stuðningsmaðurinn sér fram yfir grindverk fremst í stúkunni og ætlaði að gefa Jóni Jónssyni bakverði FH fimmu með því að smella við hann lófum.

Ekki vildi betur til en svo að við það féll hann niður úr stúkunni sem er nokkuð hátt fall og lenti beint niðri á stéttinni við rampinn sem leikmenn ganga niður. Sjúkralið var fljótt á staðinn sem og lögregla og gerði að meiðslum hans áður en leikurinn gat hafist.

Hópur stuðningsmanna FH var á vellinum að fylgjast með leiknum sem tafðist í tæplega 10 mínútur vegna þessa.

Gert er að meiðslum hans á sjúkrahúsi en hann er bæði kjálka og höfuðkúpubrotinn og fékk mikinn heilahristing, brotnar tennur og skurð. Líklegt er að hann verði fluttur með sjúkraflugi suður en það skýrist síðar í kvöld þegar búið verður að skoða röntgenmyndir.
Athugasemdir
banner
banner
banner