Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 14. september 2014 17:21
Alexander Freyr Tamimi
Van Gaal: Við getum gert miklu betur
Van Gaal segir sigur dagsins vera skref í rétta átt.
Van Gaal segir sigur dagsins vera skref í rétta átt.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, var ánægður með fyrsta sigur liðsins undir sinni stjórn í ensku úrvalsdeildinni í dag.

United vann afar sannfærandi 4-0 heimasigur gegn Queens Park Rangers, en þrátt fyrir stórsigurinn segir Hollendingurinn að enn megi margt bæta.

,,Þegar þú vinnur 4-0 getur þú verið ánægður, en maður sér líka alltaf hluti sem má bæta," sagði Van Gaal.

,,Ég er mjög ánægður með úrslitin og spilamennskuna. Við stýrðum leiknum og skoruðum mörk og héldum hreinu."

,,Mér fannst við tapa boltanum full oft áður. Við vorum beittari í dag og ég er ánægður með það. Við sköpuðum mörg færi, þó við höfum ekki nýtt þau nægilega vel."

,,Við verðum alltaf að leikgreina hvað við höfum gert. Þetta voru frábær úrslit en við getum gert mun betur. Þetta er góð byrjun."

Athugasemdir
banner
banner
banner