Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 14. september 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bellerín: Ekki útiloka okkur strax
Mynd: Getty Images
Hector Bellerín ætlar að troða sokk upp í sparksérfræðinga og aðra fótboltaáhugamenn.

Bellerín hefur trú á því að Arsenal geti unnið ensku úrvalsdeildina þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu.

Bellerín líkir gengi Arsenal við gengi Chelsea á síðasta tímabili.

„Tímabilið þar á undan var ekki gott fyrir þá (Chelsea). Þeir voru mikið gagnrýndir, þeir voru með nýjan stjóra og það vissi enginn hvað myndi gerast," sagði Bellerín við Sky Sports.

„Síðan, eftir erfiða byrjun, þá unnu þeir 13 leiki í röð. Þetta snýst ekki um hvernig þú byrjar, þetta snýst um stöðugleika."

„Þess vegna vann Chelsea deildina. Það eru margir leikir eftir. Sá sem útilokar okkur núna veit ekki mikið um fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner
banner