fim 14. september 2017 11:10
Magnús Már Einarsson
Myndband: Stuðningsmaður Spartak reyndi að henda flugeld í dómara
Stuðningsmenn Spartak Moskvu.
Stuðningsmenn Spartak Moskvu.
Mynd: Getty Images
Rússneska félagið Spartak Moskva gæti átt yfir höfði sér refsingu frá UEFA eftir atvik sem átti sér stað í 1-1 jafntefli gegn Maribor á útivelli í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Einn af stuðningsmönnum Spartak reyndi að henda flugeld í þýska dómarann Deniz Aytekin í leiknum eins og sjá má neðst í fréttinni.

Deniz var að labba nálægt miðlínunni þegar flugeldur lenti rétt hjá honum.

Stuðningsmenn Spartak voru einnig með ólæti fyrir leik en þeir lentu þá í slagsmálum við lögregluna í Slóveníu.

Spartak og Maribor eru í E-riðli í Meistaradeildinni með Liverpool og Sevilla.



Athugasemdir
banner
banner