fim 14. september 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmenn Basel kveiktu í flugeldum á Old Trafford
Mynd: Getty Images
UEFA hefur ákært Basel fyrir hegðun stuðningsmanna þeirra á Old Trafford í Manchester á þriðjudag.

Basel heimsótti Manchester United í Meistaradeildinni á þriðjudag og þurfti að sætta sig við 3-0 tap eftir mörk frá Marouane Fellaini, Romelu Lukaku og Marcus Rashford.

Fjöldi stuðningsmanna liðsins mætti á leikinn. Nokkrir þeirra skemmtu sér aðeins of mikið og kveiktu í flugeldum.

Þetta tók UEFA ekki vel í og ákvað að kæra Basel til aganefndar.

Aganefnd UEFA mun taka málið fyrir 19. október næstkomandi, en gera má ráð fyrir því að Basel fái nokkuð stóra sekt.
Athugasemdir
banner
banner