Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 14. október 2014 19:12
Alexander Freyr Tamimi
Cornelius: Íslendingar ekki góðir á boltanum
Andreas Cornelius í leiknum í kvöld.
Andreas Cornelius í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andreas Cornelius, framherji FC Kaupmannahafnar og danska U21 landsliðsins, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í lokakeppni EM 2015 landsliða á útivallarmörkum gegn Íslandi.

Íslendingar og Danir gerðu 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli, sem dugði Dönum til, og segir Cornelius að það hafi verið verðskuldað.

,,Við erum mjög ánægðir. Auðvitað vorum við í vandræðum með að skora en við náðum markinu og erum mjög sáttir," sagði Cornelius við Fótbolta.net.

,,Við sköpuðum fleiri færi núna og það var kannski vegna þess að Ísland vildi fara hærra upp völlinn og það skapaði svæði fyrir okkur. Við náðum að nýta það svæði ágætlega og sköpuðum mörg færi."

,,Auðvitað var það mikill léttir þegar markið þeirra var dæmt af. Það réði úrslitum, þannig að við vorum mjög fegnir."

,,Það var gott að skora fyrir leikslok, en ég held að framlenging hefði hent okkur betur því þeir voru orðnir þreyttir og við sköpuðum mikið af færum. Það var bara tímaspursmál hvenær við myndum skora. Þetta er verðskuldað, við vorum betra liðið."

,,Ísland varðist mjög vel, þeir héldu leikáætlun og voru mjög agaðir og árásargjarnir og þeir reyndu allt hvað þeir gátu. En þeir voru ekki mjög góðir á boltanum og ekki mjög hættulegir. Þetta er erfitt lið til að mæta, þeir hefðu getað skorað úr föstu leikatriði. Það var erfitt að mæta þeim."

Athugasemdir
banner
banner