fös 14. október 2016 09:13
Elvar Geir Magnússon
Jón Ingason hefur rift samningi sínum við ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinstri bakvörðurinn Jón Ingason hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við uppeldisfélag sitt, ÍBV.

Jón sem er 21 árs getur einnig spilað sem miðvörður eins og hann gerði í nokkur skipti hjá ÍBV.

Jón er laus allra mála en hann er í háskóla í Reykjavík og hefur því hug á því að reyna fyrir sér hér á meginlandinu.

Honum segist langa til að skoða sína möguleika og sjá hvort það komi eitthvað spennandi upp en útilokar þó ekki að vera áfram hjá ÍBV.

Hann lék sína fyrstu leiki með ÍBV í Pepsi-deildinni 2011 en alls hefur hann leikið 84 leiki í efstu deild og bikarkeppni. Faðir hans er Ingi Sigurðsson sem var mjög sigursæll sem leikmaður ÍBV á sínum tíma.

ÍBV hafnaði í níunda sæti í Pepsi-deildinni í sumar en liðið er án þjálfara. Stjórnarskipti urðu hjá félaginu á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner