Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   lau 14. október 2017 16:15
Elvar Geir Magnússon
Ray Parlour: Sé Arsenal ekki skáka Manchester
Parlour í hljóðveri X977.
Parlour í hljóðveri X977.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Parlour í leik gegn Manchester United.
Parlour í leik gegn Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ray Parlour, fyrrum leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, var gestur útvarpsþáttarins Fótbolti.net. Parlour varð þrívegis Englandsmeistari með Arsenal og fjórum sinnum bikarmeistari. Hann lék alls 339 leiki fyrir félagið á árunum 1992–2004.

Eftir ferilinn hefur Parlour unnið við fjölmiðlastörf og í spjallinu var talað um Arsenal í dag og baráttuna í ensku úrvalsdeildinni, horft var til baka á gömlu og góðu tímana þegar hann var að spila og íslenska landsliðið kom auðvitað til tals.

Parlour segir að síðasta tímabil hafi verið mikil vonbrigði fyrir Arsenal þó bikarinn hafi komið í hús, Meistaradeildin sé það mikilvæg. Honum lýst vel á kaup félagsins á sóknarmanninum Alexandre Lacazette.

„Ég tel að hann verði toppleikmaður, það tekur tíma fyrir marga leikmenn að finna sig en hann er kominn með fjögur mörk nú þegar í úrvalsdeildinni. Hann er leikmaður sem þarf ekki of mörg færi til að skora. Okkur hefur vantað þannig leikmann síðan Robin van Persie fór," segir Parlour.

Getur Arsenal unnið enska meistaratitilinn?

„Maður verður að trúa því að það geti gerst. En ég get ekki séð liðið skáka Manchester. Ég held að United eða Chelsea vinni deildina. Chelsea kemur á hælana og ég tel að Arsenal, Tottenham og Liverpool berjist um fjórða sætið."

Leikirnir gegn United stærstir
Hann rifjaði um hatramma baráttu Arsenal við Manchester United á þeim tíma sem hann var að spila. Það voru þá stærstu leikirnir í enska boltanum.

„Þegar leikjalistinn var gefinn út skoðaði maður strax hvenær leikirnir við Manchester United voru, sérstaklega leikurinn á Old Trafford. Maður hugsaði að þetta væru leikirnir sem gætu ráðið úrslitum. Hver einasti leikmaður sem spilaði í þessum leikjum var sigurvegari og það var virðing á milli manna þó það væri hiti."

„Það var alltaf vitað að þessir leikir yrðu erfiðir fyrir dómarann enda hikuðu menn ekki við tæklingarnar. Það voru ekki stærri leikir til að vinna."

Parlour segir að Roy Keane hafi verið öflugasti andstæðingur sem hann hafi mætt á ferlinum. Varðandi besta samherjann segir hann marga sem hægt væri að nefna en tekur Dennis Bergkamp út.

„Þegar hann kom fyrst árið 1996 þá breytti hann hegðun margra breskra leikmanna. Hvernig hann æfði var fordæmi fyrir alla. Hann æfði meira en aðrir og sýndi okkur leiðir til að bæta okkur enn frekar, hann gerði aðra betri. Svo nefni ég Thierry Henry því hann gat breytt leikjum upp á sitt einsdæmi."

Í viðtalinu fór Parlour yfir hvernig fagmennskan í kringum fótboltann hefur breyst og hvernig leikmenn líta betur eftir sér.

Magnað hvað Ísland hefur afrekað
Það var ekki annað hægt en að rifja upp sigur Íslands gegn Englandi í Nice í fyrra.

„Allir bjuggust við sigri Englands, með fullri virðingu fyrir Íslandi vorum við líklega með betri leikmenn en þegar á hólminn var komið var ykkar lið betur skipulagt og nýtti sín tækifæri. Ég ber virðingu fyrir Íslandi að hafa tekist þetta. Það er magnað hvað þessi fámenna þjóð hefur afrekað. Að komast á HM er líka mikið afrek því riðillinn sem þið voruð í var erfiður," segir Parlour.

Í viðtalinu, sem hægt er að hlusta á í spilaranum hér að ofan, segir Parlour að hann myndi spila Gylfa í „tíunni" hjá Everton og ræðir um krísu enska landsliðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner