þri 14. nóvember 2017 19:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aftur töpuðu lærisveinar Lagerback
Lagerback hefur gengið illa með Noreg.
Lagerback hefur gengið illa með Noreg.
Mynd: Getty Images
Slóvakía 1 - 0 Noregur
1-0 Stanislav Lobotka ('90)

Það hefur ekki gengið vel hjá Lars Lagerback með norska landsliðið.

Lars, sem er fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins, stýrði Noregi í vináttulandsleik gegn Slóvakíu í kvöld. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Slóvakíu, en sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Noregur er ekki að fara á HM og því er Lars líklega farinn að hugsa um næstu undankeppni, fyrir EM 2020.

Noregur vann síðustu tvo leiki sína í undankeppni HM, gegn San Marínó og Norður-Írlandi, en tapið gegn Slóvakíu í kvöld var annað tap liðsins í röð. Á laugardaginn tapaði Noregur 2-0 gegn Makedóníu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner