Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 14. nóvember 2017 13:04
Elvar Geir Magnússon
Björn Bergmann tilnefndur sem leikmaður ársins
Björn Bergmann á landsliðsæfingu.
Björn Bergmann á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Björn Bergmann er einn af þeim sem tilnefndir eru til verðlauna sem besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar þetta árið.

Þessi hæfileikaríki 26 ára sóknarmaður hefur spilað frábærlega fyrir Molde.

Fyrirliðar norsku deildarinnar munu sjá um að velja milli þeirra leikmanna sem tilnefndir eru.

Tilnefndir sem leikmaður ársins:
Björn Bergmann Sigurðarson, Molde
Nicklas Bendtner, Rosenborg
Tore Reginiussen, Rosenborg
Ohi Omuijuanfo, Stabæk

Tvær umferðir eru enn eftir af norsku úrvalsdeildinni en Matthías Vilhjálmsson og félagar í Rosenborg hafa tryggt sér meistaratitilinn. Molde er í öðru sæti, átta stigum frá toppnum.

Nicklas Bendtner er markahæstur í deildinni með 18 mörk, Ohi Omuijuanfo er með 17 mörk og Björn Bergmann með 14 mörk.

Í einkunnagjöf Verdens Gang er Skagamaðurinn í öðru sæti. Aðeins Samuel Adegbenro í Rosenborg er með hærri meðaleinkunn en hann er þó ekki tilnefndur sem leikmaður ársins.
Athugasemdir
banner
banner