Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 14. nóvember 2017 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heynckes: Bayern átti að kaupa Werner fyrir nokkrum árum
Werner hefur gert sex mörk í níu A-landsleikjum og var iðinn við markaskorun upp öll yngri landsliðin.
Werner hefur gert sex mörk í níu A-landsleikjum og var iðinn við markaskorun upp öll yngri landsliðin.
Mynd: Getty Images
Jupp Heynckes tók við Bayern München í fjórða sinn eftir að Carlo Ancelotti var rekinn í október.

Heynckes, sem er 72 ára, er ósáttur með að Bayern hafi ekki fengið Werner til félagsins áður en hann sprakk út.

„Bayern átti að kaupa leikmann eins og Timo Werner fyrir nokkrum árum," sagði Heynckes við Die Welt.

Werner, sem er aðeins 21 árs, var keyptur til RB Leipzig frá Stuttgart á 9 milljónir punda í ágúst í fyrra og hefur síðan þá skorað 27 mörk í 40 deildarleikjum.

„Hann hefði getað orðið að enn betri leikmanni í herbúðum okkar, það eru mistök að hafa ekki krækt í þennan leikmann tímanlega."
Athugasemdir
banner