þri 14. nóvember 2017 22:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í fyrsta sinn verða þrjár Norðurlandaþjóðir á HM
Icelandair
Frá leik Danmerkur og Íslands á síðasta ári.
Frá leik Danmerkur og Íslands á síðasta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verða þrjár Norðurlandaþjóðir á meðal þáttökuþjóða á HM sem fram fer í Rússlandi næsta sumar.

Svíþjóð og Danmörk verða með í veislunni ásamt auðvitað Íslandi.

Ísland var fyrsta Norðurlandaþjóðin til að tryggja sig inn á mótið og jafnframt eina sem vann sinn riðil í undankeppninni.

Svíþjóð komst á mótið með því að vinna Ítalíu í tveggja leikja umspili og Danmörk hafði betur í umspilinu gegn Írlandi.

Danir unnu 5-1 sigur í Írlandi í kvöld eftir markalausan fyrri leik. Christian Eriksen skoraði þrennu fyrir Dani.

Norðurlandaþjóðirnar á HM hafa aldrei verið fleiri en næsta sumar.

Svíar eru á leið á sitt 12. HM, Danir eru að fara í fimmta sinn og eins og alþjóð veit er Ísland að fara í fyrsta sinn.



Athugasemdir
banner
banner
banner