banner
   þri 14. nóvember 2017 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Janne Andersson: Ótrúlegt að við séum ennþá að tala um Zlatan
Mynd: Getty Images
Janne Andersson og lærisveinar hans í sænska landsliðinu tryggðu sæti sitt á HM eftir frábæra varnarvinnu í umspilsleikjunum gegn Ítalíu.

Svíar unnu samanlagt 1-0 og héldu hreinu í rúmlega þrjár klukkustundir gegn einni bestu knattspyrnuþjóð sögunnar, sem missti af sæti á HM í fyrsta sinn í sex áratugi.

Að leikslokum var Janne spurður hvort Zlatan Ibrahimovic gæti tekið skóna af hillunni til að fara með sænska hópnum til Rússlands næsta sumar.

„Þetta er ótrúlegt! Þessi leikmaður hætti að spila fyrir landsliðið fyrir einu og hálfu ári síðan og við erum ennþá að tala um hann," sagði Janne að leikslokum.

„Við þurfum að tala um leikmennina sem eru í liðinu núna, það eru þeir sem komust á HM.

„Þegar Ibrahimovic spilaði fyrir landsliðið var leikstíllinn allt öðruvísi. Hann er mikill meistari, en við þurftum að aðlaga okkur þegar hann fór og sú aðlögun hefur gengið frábærlega."



Athugasemdir
banner
banner
banner