Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
   þri 14. nóvember 2017 10:00
Elvar Geir Magnússon
Jón Guðni: Vonandi nýti ég tækifærið vel
Icelandair
Jón Guðni Fjóluson.
Jón Guðni Fjóluson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið mætir Katar í vináttulandsleik í Doha klukkan 16:30 að íslenskum tíma í dag.

Búið er að gefa það út að miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson muni fá heilan leik til að sýna sig og sanna.

Sjá einnig:
Líklegt byrjunarlið Íslands

Þessi öflugi miðvörður er 28 ára og er lykilmaður hjá Norrköping í Svíþjóð.

„Það er mjög spennandi að fá alvöru leik. Vonandi mun ég nýta tækifærið vel," sagði Jón Guðni í samtali við Fótbolta.net í vikunni en þá var ekki búið að skoða lið Katar ítarlega.

Norrköping endaði í sjötta sæti í sænsku deildinni á liðnu tímabili.

„Það er allt í lagi miðað við það sem hafði gengið á þetta tímabilið. Við höfum selt mikið og það eru ekki margir leikmenn eftir frá því að ég kom. Það hafa ungir leikmenn komið inn, það var skipt um þjálfara á miðju tímabili og um leikkerfi. Í heildina litið er þetta á pari held ég."

„Við erum búnir að breyta í þriggja manna vörn en flest liðin í Svíþjóð eru komin í það í dag og við fylgjum straumnum. Ég fíla betur þegar það eru tveir hafsentar. Þegar það eru þrír í línu er meiri hætta á samskiptaörðugleikum og svoleiðis."

Jón Guðni hefur spilað í Svíþjóð í fimm ár og líður vel í landinu.

„Mér líður mjög vel. Þegar ég kom þangað var ekki planið að vera svona lengi en mér hefur gengið mjög vel. Svo er maður ekki einn í þessu, ég er með þrjú börn og það þarf að hugsa út í það líka. Fjölskyldunni líður mjög vel þarna og allt í toppstandi. Auðvitað vill maður komast eitthvað hærra en maður þarf að bíða og sjá hvað kemur upp."


Athugasemdir
banner
banner
banner