Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 14. nóvember 2017 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Modric varð að ósk sinni - Dalic verður á HM
Dalic stýrir Króatíu áfram.
Dalic stýrir Króatíu áfram.
Mynd: Getty Images
Zlatko Dalic verður þjálfari króatíska landsliðsins á HM næsta sumar.

Dalic stýrði Króatíu í síðasta leiknum í riðlakeppni undankeppni HM, í sigri á Úkraínu og hann fékk einnig að stýra liðinu í umspilinu þar sem andstæðingurinn var Grikkland.

Króatar komust nokkuð auðveldlega í gegnum umspilið og verða á meðal þáttökuþjóða í Rússlandi næsta sumar.

Þeir hafa nú græjað þjálfaramálin og það verður Zlatko Dalic sem mun stýra liðinu í Rússlandi. Dalic hefur að undanförnu þjálfað félagslið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Luka Modric, helsta stjarna Króatíu, hafði óskað eftir því að Dalic yrði áfram við stjórnvölin á næsta ári, á HM.

„Það væri geðveiki að ráða einhvern annan fyrir Dalic til að fara með okkur á HM. Hann er búinn að gera ótrúlega góða hluti á stuttum tíma," sagði Modric eftir að Króatía hafði tryggt sér sæti á HM.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner