Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 14. nóvember 2017 22:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu stórglæsilega þrennu Eriksen í kvöld
Eriksen mun seint gleyma þessu kvöldi.
Eriksen mun seint gleyma þessu kvöldi.
Mynd: Getty Images
Christian Eriksen tók allar fyrirsagnirnar þegar Danmörk tryggði sér sæti á HM 2018 í kvöld.

Eriksen skoraði þrennu þegar Danmörk valtaði yfir Írland í seinni leik liðanna, sem fram fór í Írlandi, 5-1

Fyrri leikurinn í Danmörku endaði 0-0 og Danmörk þurfti því markajafntefli eða sigur í kvöld.

Írar komust yfir snemma, en Andreas Christensen, varnarmaður Chelsea, jafnaði fyrir Danmörku. Christian Eriksen ákvað svo að honum langaði að vera í Rússlandi næsta sumar.

Hann kom Dönum í 2-1 fyrir hálfleik og skoraði síðan tvö mörk til viðbótar í seinni hálfleiknum, 4-1 og hann kominn með þrennu. Öll mörk Eriksen voru í flottari kantinum.

Í uppbótartímanum stráði Nicklas Bendtner salti í sár Íra með marki úr vítaspyrnu og lokatölur 5-1. Danir verða með á HM!

Vísir.is hefur birt myndband af mörkunum úr leiknum.

Smelltu hér til að sjá mörkin





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner