Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 14. nóvember 2017 14:00
Magnús Már Einarsson
Solanke, Gunn og Cook gætu spilað með Englandi í kvöld
Solanke sló í gegn á HM U20 ára liða í sumar.
Solanke sló í gegn á HM U20 ára liða í sumar.
Mynd: GettyImages
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, segist ekki ætla að hika við að henda þeim Dominic Solanke, Lewis Cook og Angus Gunn í djúpu laugina gegn Brasilíu í kvöld.

Leikmennirnir eru allir í U21 árs landsliði Englendinga en þeir hafa verið kallaðir inn í A-landsliðið fyrir leikinn í kvöld vegna meiðsla.

„Þessir þrír hafa smollið vel inn í hópinn utan vallar og það hjálpar þeim innan vallar. Þeir eru góðir leikmenn og þeir líta vel út á æfingum," sagði Southgate.

Solanke er framherji Liverpool en hann vakti mikl athygli á HM U20 ára liða í sumar.

Cook er á mála hjá Bournemouth en markvörðurinn Gunn er í láni hjá Norwich frá Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner