Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 14. nóvember 2017 21:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni HM: Eriksen skaut Dönum til Rússlands
Eriksen fór á kostum í kvöld.
Eriksen fór á kostum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Írland 1 - 5 Danmörk
1-0 Shane Duffy ('6 )
1-1 Andreas Christensen ('29 )
1-2 Christian Eriksen ('32 )
1-3 Christian Eriksen ('63 )
1-4 Christian Eriksen ('73 )
1-5 Nicklas Bendtner ('90 , víti)

Christian Eriksen fór á kostum þegar Danmörk valtaði yfir Írlandi í umspilinu fyrir HM í Rússlandi í kvöld.

Fyrri leikurinn í Danmörku endaði 0-0 og Danmörk þurfti því markajafntefli eða sigur í kvöld.

Shane Duffy kom Írum yfir á sjöttu mínútu, en eftir rétt tæpan hálftíma jafnaði Andreas Christensen fyrir Dani.

Christian Eriksen tók síðan við keflinu. Hann kom Dönum í 2-1 fyrir hálfleik og skoraði síðan tvö mörk til viðbótar í seinni hálfleiknum 4-1
og hann kominn með þrennu. Öll mörk Eriksen voru glæsileg, annað markið var til að mynda skot sem fór í slána og inn.

Í uppbótartímanum stráði Nicklas Bendtner salti í sár Íra með marki úr vítaspyrnu og lokatölur 5-1. Danir verða með á HM!
Athugasemdir
banner
banner