Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   þri 14. nóvember 2017 19:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðar: Búinn að bíða rosalega lengi eftir þessu
Icelandair
Viðar fagnar hér marki sínu.
Viðar fagnar hér marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var búinn að bíða rosalega lengi eftir þessu," sagði framherjinn Viðar Örn Kjartansson eftir 1-1 jafntefli gegn Katar í vináttulandsleik í Doha í dag.

Viðar skoraði mark Íslands í leiknum en þetta var hans annað landsliðsmark í sextán leikjum.

„Það sem ég tek jákvætt úr þessum leik er að ég skoraði og sjálfstraustið hækkar vonandi með lansliðinu, það hefur verið svolítið niðri eins og hefur sést."

„Það er samt ekki jafn gaman að skora þegar leikurinn er ekki svo góður og sérstaklega þegar við vinnum ekki."

Lestu um leikinn: Katar 1 -  1 Ísland

Viðar fór af velli í hálfleik, en hann segir að það hafi verið tekin ákvörðun með það fyrir leikinn.

„Það var ákveðið að ég yrði í fyrri og Kjarri (Kjartan Henry) í seinni."

Þetta var ekki besti leikur Íslands frá upphafi.

„Það er eiginlega ekkert jákvætt við þennan leik. Það hefði að vísu verið betra að vinna leikinn og þá hefðum við getað gleymt honum. Við fórum ekki eftir skipulaginu."

„Við erum miklu betri en þetta."

Nú fer Viðar aftur til Ísrael þar sem hann spilar með Maccabi Tel Aviv.

„Það er Ísrael í fyrramálið með millilendingu í Jórdaníu. Það verður eitthvað nýtt og skemmtilegt," sagði Viðar léttur.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner